Whirlpool | RI 161 C | Instruction for Use | Whirlpool RI 161 C User guide

Whirlpool RI 161 C User guide
RI 161 C
ÍSLENSKANotkunarleiðbeiningar
Seite 2
1
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
ÁÐUR EN KERAMÍKHELLUBORÐIÐ ER TEKIÐ Í NOTKUN
UPPSETNING
RAFTENGINGAR
ÁBENDINGAR UM ORKUSPARNAÐ
VERNDUN UMHVERFISINS
UMHIRÐA OG VIÐHALD KERAMÍKHELLUBORÐSINS
LEIÐBEININGAR UM ÚRRÆÐALEIT
SÖLUÞJÓNUSTA
VÖRULÝSINGARBLAÐ
2
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
MIKILVÆGT ER AÐ GÆTA AÐ ÖRYGGI • Setjið ekki eldfim efni á tækið eða nærri því.
• Eldur getur auðveldlega kviknað í ofhitnaðri feiti
ÞÍNU OG ANNARRA
eða olíu. Sýnið aðgát við eldun á matvælum með
Í þessari handbók, svo og á tækinu sjálfu, eru
mikilvægar öryggistilkynningar sem nauðsynlegt er
að lesa og taka ávallt tillit til.
VIÐVÖRUN:
Öll skilaboð sem tengjast hættu gera grein fyrir
hugsanlegri áhættu og hvernig hægt sé að draga úr
áhættu á meiðslum, skemmdum og raflostum vegna
rangrar notkunar tækisins. Gætið þess að fara að í
samræmi við eftirfarandi:
• Taka verður tækið úr sambandi frá rafveitu áður en
uppsetning þess á sér stað.
• Aðeins sérhæfður tæknimaður getur séð um
uppsetningu og viðhaldsvinnu og þá aðeins
í samræmi við fyrirmæli frá framleiðanda og
öryggisreglur landsins. Ekki skal gera við eða skipta
út neinum hluta tækisins nema slíkt sé sérstaklega
tekið fram í notandahandbók.
• Raftækið verður að vera jarðtengt.
• Rafmagnssnúran þarf að vera nægilega löng til að
hægt sé að tengja hana við raftækið þegar það er
komið á sinn stað.
• Til að uppsetningin sé í samræmi við gildandi
öryggisreglur þarf að nota fjölskautarofa með í það
minnsta 3 mm tengibili.
• Notið ekki fjöltengi eða framlengingarsnúrur.
• Togið ekki í rafmagnssnúru tækisins.
• Rafrænir hlutir eiga ekki að vera aðgengilegir eftir
uppsetningu.
• Tækið er eingöngu hannað fyrir matseld innan
heimila. Engin önnur notkun er leyfileg (t.d. til
upphitunar herbergja). Framleiðandinn hafnar allri
skaðabótaábyrgð ef um ranga notkun tækisins er
að ræða eða ef stjórntæki þess eru ranglega stillt.
• Tækið og aðgengilegir hlutar þess hitna við notkun.
Gætið þess að snerta ekki heita hluta þess. Börnum
yngri en 8 ára skal halda fjarri tækinu nema að þau
séu undir stöðugu eftirliti.
• Aðgengilegir hlutir geta orðið mjög heitir við notkun
tækisins. Börnum skal halda fjarri tækinu og fylgjast
skal með þeim til að tryggja að þau leiki sér ekki
með það.
• Snertið ekki þá hluta tækisins sem hitna, hvorki við
notkun né þegar henni lýkur. Látið raftækið ekki
komast í snertingu við klúta eða önnur eldfim efni
fyrr en það hefur kólnað nægilega mikið niður.
•
•
•
•
•
•
hátt fitu- eða olíuinnihald.
Börn sem eru 8 ára eða eldri og einstaklingar með
skerta líkamlega, skynfæralega eða andlega hæfni
eða sem skortir reynslu og þekkingu geta notað
tækið með þeim skilyrðum að þeim hafi verið veitt
leiðsögn um örugga notkun tækisins og að þeir
skilji þær hættur sem fylgja notkun þess. Börn sem
ekki eru undir umsjá fullorðinna eiga ekki að sjá um
hreinsun og viðhald tækisins.
Ef sprunga er á yfirborði helluborðsins skal slökkva
á því til að koma í veg fyrir hættu á rafstuði.
Tækið er ekki ætlað til notkunar með utanaðkomandi
tímamæli eða aðskildu fjarstýringarkerfi.
Hætta getur skapast ef matreiðsla með fitu eða olíu
fer fram án eftirlits á helluborðinu og getur valdið
íkveikju. ALDREI skal reyna að slökkva eld með
vatni; slökkvið á tækinu og hyljið eldinn t.d. með
loki eða eldvarnarteppi. Eldhætta: geymið hluti
ekki á hellum.
Notið ekki gufuhreinsitæki.
Setjið ekki málmhluti s.s. hnífa, gaffla, skeiðar og
lok á helluborðið þar sem þeir geta hitnað.
3
ÁÐUR EN KERAMÍKHELLUBORÐIÐ ER TEKIÐ Í NOTKUN
• Til að fá sem mest út úr tækinu skal lesa notkunarleiðbeiningar vandlega
og hafa þær innan handar til að geta leitað í þær síðar.
UPPSETNING
Afturplata
Lágm. 5 mm
Helluborð
• Helluborðið á að setja á vinnuborðið, í 20 mm til 50 mm dýpt
• Ekkert má komast á milli helluborðsins og ofnsins (þverbrautir,
festingar o.s.frv.).
• Fjarlægðin frá neðri hluta keramíkhelluborðsins og plötunnar eða
aðgreiningarplötunnar á að vera í það minnsta 20 mm.
• Ef helluborðið á að vera við hliðina á skápaeiningu skal hafa a.m.k.
100 mm bil á milli brúnar helluborðsins og hliðar skápaeiningarinnar.
• Gerið op í vinnuborðið og virðið málin sem gefin eru upp á meðfylgjandi
vörulýsingarblaði.
• Setjið meðfylgjandi þétti á helluborðið (nema að það hafi þegar verið sett
á), eftir að hafa hreinsað yfirborð þess.
Lágm. 20 mm
Lágm. 5 mm
1
Mikilvægt
Til að koma í veg fyrir að rafrásir ofhitni og skemmist í framhaldi af því, mælum
við með eftirfarandi:
• Setjið helluborðið ekki upp nærri uppþvottavél eða þvottavél til að
rafrásir komist ekki í snertingu við gufu eða raka þar sem þær gætu
skemmst.
Ef ofn (einn af okkar ofnum) er settur upp fyrir neðan helluborðið skal tryggja
að hann sé búinn kælikerfi. Ef hitastig rafrásanna fer umfram leyfilegan
hámarkshita slökknar á helluborðinu sjálfkrafa. Ef það gerist skal bíða í nokkrar
mínútur þar til hitastig rafrásanna kælist nógu mikið til að hægt sé að kveikja
á helluborðinu aftur.
• Slökkvið á helluborðinu eftir notkun.
2
3
4
Framhlið
RAFTENGINGAR
Tengja þarf allar raftengingar áður en tækið er tengt við rafveitu. Aðeins hæfur
rafvirki skal sjá um uppsetningu tækisins og hann þarf að vera fullkomlega
meðvitaður um gildandi öryggis- og uppsetningarreglur. Sérstaklega skal
gæta þess að uppsetning sé gerð í samræmi við reglur staðbundinnar
rafveitustofnunar. Tryggið að rafspenna sem tilgreind er á merkiplötu tækisins
sé sú sama og í rafveitukerfi heimilisins. Samkvæmt reglugerðum þarf tækið
að vera jarðtengt: notið eingöngu rafleiðara (þ.m.t. jarðleiðara) í hentugri
stærð. Framleiðandi afsalar sér allri ábyrgð á meiðslum á fólki eða dýrum
og á eignaskemmdum vegna vanrækslu á ofangreindum reglum. Notið
snúrutegund H05RR-F fyrir raftengingar eins og greint er frá á töflunni hér
fyrir neðan:
Spenna aflveitu.
Leiðslur
Magn x stærðir
220-240V ~ +
3 x 4 mm2
230-240V ~ +
3 x 4 mm2 (Aðeins Ástralía)
220-240V 3~ +
4 x 1,5 mm2
380-415V 3N~ +
5 x 1,5 mm2
380-425V 2N~ +
4 x 1,5 mm2
Tækið verður að vera tengt við rafveitu með altækum aftengingarrofa
sem hefur í það minnsta 3 mm snertibil.
Athugið: rafveitusnúra verður að vera nógu löng til að hægt sé að fjarlægja
helluborðið af vinnuborðinu og hana verður að staðsetja þannig að komið
sé í veg fyrir skemmdir eða ofhitnun vegna snertingar við grunneininguna.
Tengingar við tengjatöfluna
Athugið: gula/græna jarðsnúran verður að vera tengd við skautið sem ber
táknið
og hún verður að vera lengri en hinar snúrurnar.
• Fjarlægið u.þ.b. 70 mm af slíðri af rafveitusnúrunni (B).
• Skerið u.þ.b. 10 mm af slíðri af snúrunum. Setjið svo rafveitusnúruna í
klemmuna og tengið snúrurnar við tengikubbinn eins og greint er frá á
tengingarmyndinni sem er nálægt tengikubbnum sjálfum.
• Festið rafveitusnúruna (B) með klemmunni.
• Lokið tengikubbnum með hlífinni (A) og festið hana með meðfylgjandi
skrúfu.
• Eftir raftengingu helluborðsins skal festa það við borðið og krækja því í
stoðfjaðrirnar eins og sýnt er á myndinni.
ÁBENDINGAR UM ORKUSPARNAÐ
• Notið potta og pönnur sem hafa botn með jafnstórt eða stærra þvermál
en eldunarsvæðið.
• Notið aðeins potta og pönnur með flötum botni.
• Látið lokið vera á pottum ef hægt er.
• Matreiðið grænmeti, kartöflur o.s.frv. með litlu magni vatns til að draga úr
eldunartíma.
• Þrýstipottur gerir þér kleift að spara orku og tíma enn frekar.
NO!
5
VERNDUN UMHVERFISINS
1. Umbúðir
• Pakkningarefnið má endurvinna til fulls eins og gefið er til kynna með
endurvinnslutákninu
.
2. Afurðir
Þetta tæki er merkt samkvæmt evrópskri tilskipun nr. 2012/19/ESB um förgun
rafeinda- og rafbúnaðar (WEEE). Með því að tryggja að þessari vöru sé fargað
á réttan hátt hjálpar þú til við að draga úr hugsanlegum neikvæðum áhrifum
á umhverfi og heilsu manna.
Samræmisyfirlýsing CE
• Þetta helluborð hentar til notkunar með matvælum og er í samræmi við
reglugerð EBE (CE) nr. 1935/ 2004.
• Tækið er eingöngu tilætlað til matreiðslu. Öll önnur notkun tækisins (t.d. til
upphitunar herbergis) telst til rangrar notkunar og getur reynst hættuleg.
• Tækin eru hönnuð, framleidd og seld í samræmi við:
• öryggismarkmið tilskipunar nr. 2006/95/EB um lágspennu (sem kemur í
stað tilskipunar nr. 73/23/EBE og síðari breytinga hennar);
• öryggiskröfur tilskipunar nr. 2004/108/EB um rafsegulsamræmi;
Táknið
á vörunni eða meðfylgjandi skjölum gefur til kynna að ekki megi
fara með þetta raftæki sem heimilisúrgang. Þess í stað þarf að fara með það á
viðeigandi söfnunarstað til endurvinnslu á raftækjum og rafeindabúnaði. Fargið
því í samræmi við gildandi reglugerðir um förgun úrgangs. Nánari upplýsingar
um meðferð, endurnýtingu og endurvinnslu vörunnar má fá hjá staðbundnum
yfirvöldum, úrgangsmiðstöð eða versluninni þar sem þú keyptir vöruna.
UMHIRÐA OG VIÐHALD KERAMÍKHELLUBORÐSINS
Hreinsið helluborðið eftir hverja notkun þegar það hefur kólnað. Þetta mun
koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og tryggja auðvelda hreinsun.
Mikilvægt: forðist notkun háþrýstivatns eða gufuhreinsibúnaðar.
• Notið hreinan klút, ídrægan eldhúspappír og uppþvottalög eða sérstakt
hreinsiefni fyrir keramíkhelluborð.
• Fjarlægið viðloðandi óhreinindi með sköfunni (ef til staðar) og sérstökum
hreinsiefnum.
• Hreinsið matarleifar af áður en þær bakast inn í keramískt yfirborð
helluborðsins.
• Matvæli sem innihalda mikið magn sykurs (kaffi, ávaxtasafi, sulta o.s.frv.)
sem sjóða yfir þegar verið er að elda þau, eða viðbrunninn sykur, skal
fjarlægja samstundis með sköfu.
• Notið ekki slípiefni, bleikiefni, ofnhreinsiefni eða álsvampa.
Reglulega skal bera varnarvax fyrir keramíkhelluborð á helluborðið.
LEIÐBEININGAR UM ÚRRÆÐALEIT
Helluborðið virkar ekki
• Fylgdirðu leiðbeiningunum í hlutanum „Notkun helluborðsins“ sem fylgdi
með „Vörulýsingarblaðinu“ eftir þegar þú ýttir á stjórnhnappana?
• Getur verið að rafveita sé biluð?
• Þurrkaðirðu helluborðið vandlega eftir að hafa hreinsað það?
1. Ef eldunarsvæði var valið og “F” eða “ER” birtist á skjánum ásamt tölgildi
skal hafa samband við söluþjónustu og láta vita af vandanum.
SÖLUÞJÓNUSTA
Áður en hringt er í söluþjónustu:
1. Reynið að leysa úr vandanum (sjá „Leiðbeiningar um úrræðaleit“),
2. Slökkvið á tækinu og kveikið á því aftur til að athuga hvort vandamálið
sé enn til staðar.
Ef bilunin er viðvarandi eftir að hafa athugað ofangreind atriði skal hafa
samband við næstu söluþjónustu.
Gefa þarf upp: stutta lýsingu á vandamálinu,
• nákvæma tegund og gerð tækisins,
• þjónustunúmer (númerið sem kemur á eftir orðinu „Service“ á upplýsingaplötu
tækisins), sem er staðsett undir helluborðinu eða á Vörulýsingarblaði.
6
-- Fyrir utan skilaboðin “F03” eða “ER03” sem gefa til kynna ósamkvæma
hreinsun stjórnskjásins.
-- Til að leysa úr vandanum skal fylgja leiðbeiningunum í hlutanum Hreinsun
og viðhald keramíkhelluborðsins.
2. Ef helluborðið virkar ekki eftir að hafa verið mikið notað er innri hiti þess of
hár. Bíðið í nokkrar mínútur þar til helluborðið kólnar.
• fullgilt heimilisfang og símanúmer. Ef viðgerðir eru nauðsynlegar skal
vinsamlegast hafa samband við söluþjónustu eins og tekið er fram í
ábyrgð. Ef svo ólíklega vill til að aðgerð eða viðgerð er framkvæmd af
óvottuðum tæknimanni skal ávallt biðja um staðfestingu á þeim aðgerðum
sem framkvæmdar eru og ítreka að nota skuli upprunalega varahluti. Ef
ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum getur það dregið úr öryggi
og gæðum vörunnar.
VÖRULÝSINGARBLAÐ
1.
2.
3.
4.
5.
1
4
Úgeislandi eldunarsvæði
Úgeislandi eldunarsvæði
Úgeislandi eldunarsvæði
Úgeislandi eldunarsvæði
Skjár
Ø 145
Ø 180
Ø 145
Ø 210
3
2
5
MÁL HELLUBORÐSINS (mm)
0
560+2 mm
R = Min. 6,5 mm
Max. 8 mm
580 mm
510 mm
482 mm
min 20 mm
0
490 +2 mm
R = 11,5 mm
552 mm
0
583 +2 mm
R = Min. 6,5 mm
0
0
0
513 +2
mm
560+2 mm
490+2 mm
6 mm
min. 5 mm
42 mm
Min. 70 mm
min. 20 mm
min. 5 mm
Min. 40 cm
Min. 7 cm
Min. 10 cm
7
C
D
B
A
E
A
Kveikt/slökkt
B
Val á eldunarsvæði og tímastillir
TIMER
H
D
Hnappalás
C-E
Að auka og minnka hita
Þegar helluborðið er fyrst sett upp mun stjórnborðið framkvæma virknipróf í um 1 sekúndu
og eftir það verður eiginleikinn „Hnappalás“ virkur sjálfkrafa.
Til að slökkva á eiginleikanum skal ýta á hnappinn “D” og halda honum niðri. Hljóðmerki mun
heyrast og það slökknar á viðeigandi ljósi.
ATHUGIÐ: Ef eiginleikinn fer aftur í gang skal endurtaka ofangreind skref. Til að kveikja á
helluborðinu skal halda hnappinum “A” niðri í um 2 sekúndur. Skjáir allra hellanna sýna “0”.
Ef ekkert eldunarsvæði er sett í gang innan 20 sekúndna mun slökkna sjálfkrafa á helluborðinu
vegna öryggisráðstafana. Ýtið á einn hnappanna “B” sem á við um eldunarsvæðið sem á að nota.
Veljið hitastillingu með hnöppunum “E” eða “C”. Hinar eldunarstillingarnar eru teknar fram með
tölunum 1 til 9. Ýtið á hnappana +/- samtímis til að afturkalla allar stillingar. Ef ýtt er á hnappinn
“+” þegar hitastilling er á 9 fer “Booster” eiginleikinn í gang og stafurinn “A” birtist á skjánum.
MIKILVÆGT: stjórnhnappurinn verður óvirkur 10 sekúndum eftir að búið er að velja hitastillingu.
Til að breyta hitastillingu skal fyrst ýta á hnappinn “B” aftur og breyta svo stillingunni með
hnöppum “E” eða “C”.
MÖRG ELDUNARSVÆÐI (ef til staðar): Eftir að hafa valið það eldunarsvæði sem óskað
er eftir og fært inn hitastillingu (samkvæmt því sem tekið er fram í hlutanum hér á undan)
skal ýta á “F”: gaumvísir fyrir ofan hnappinn kviknar og aukasvæðið fer í gang.
Margþætta svæðið er eingöngu hægt að nota ef:
1) Ef helluborðið er búið margþættu eldunarsvæði;
2) Ef aflstilling er meiri en 0.
Til að gera margþætta eldunarsvæðið óvirkt skal ýta á hnapp “B” á viðeigandi svæði og
ýta svo á “F” aftur. Til að setja tímastillinn í gang skal velja eldunarsvæði og aflstillingu og ýta
svo á hnapp eldunarsvæðisins aftur. Lítill ljóspunktur mun kvikna á skjá eldunarsvæðisins sem
tímastillirinn er virkur fyrir. Stafirnir “00” blikka á skjánum tveimur. Ýtið á hnappana “C” eða “E”
til að stilla tímann frá 1 upp í 99 mínútur.
MIKILVÆGT: eftir 10 sekúndur munu aflstillingar hinna eldunarsvæðanna birtast
á skjám tímamælanna. Til að sjá eftirstandandi tíma skal ýta tvisvar sinnum á hnapp
eldunarsvæðisins sem tímastillirinn er virkur fyrir.
Kveikt er á HNAPPALÁS með því að halda hnappi “D” niðri þar til ljóspunktur kviknar
fyrir ofan hnappinn. Hnappalásinn læsir öllum hnöppum helluborðsins, fyrir utan hnappinn til
að kveikja og slökkva á helluborðinu. “A”. Hnappalásinn helst virkur þó svo að slökkt hafi verið
á helluborðinu og kveikt á því aftur og hann er hægt að gera óvirkan með því að ýta á hnapp “D”
aftur þar til ljóspunkturinn slökknar á ný.
GAUMVÍSIR AFGANGSHITA
Þegar slökkt er á helluborðinu, helst gaumvísir afgangshita “H” virkur eða blikkar til skiptis með “0”
þar til hiti helluborðsins er kominn innan öryggismarka.
MIKILVÆGT: Meðal öryggsieiginleika helluborðsins má nefna sjálfvirkan eiginleika sem slekkur á helluborðinu.
Við langvarandi notkun sömu hitastillingar slökknar sjálfkrafa á eldunarsvæðinu (til dæmis, eftir um 1 klst.
við hæstu hitastillinguna, slökknar á helluborðinu).
VERIÐ VARKÁR: Til að koma í veg fyrir fullt skemma gler-keramik efst, ekki nota:
- Pots með botn sem ekki eru fullkomlega íbúð.
- Metal ker með smeltum botn.
Allir fagurfræðilegu galla (rispur, yfirborð merkja, o.fl.) skal tilkynnt strax eftir uppsetningu
IS
400011100007
8
04/17
Was this manual useful for you? yes no
Thank you for your participation!

* Your assessment is very important for improving the work of artificial intelligence, which forms the content of this project

Download PDF

advertising